Erlent

Formsatriði var ekki fullnægt

Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi. Elena hafði gifst dönskum manni en það hjónaband endaði með illindum. Við skilnaðinn rann dvalarleyfi konunnar úr gildi og hafði hún viku til að sækja um framlengingu. Umsókn hennar barst hins vegar fimmtán klukkutímum of seint og því verður mæðgunum vísað úr landi. Málið hefur vakið talsverða reiði í Danmörku enda þykir mörgum ósanngjarnt að dvalarleyfi konu sem hefur lært tungumálið, tekið þátt í atvinnulífinu og greitt sína skatta verði ógilt vegna formsatriðis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×