Enska úrvalsdeildarliðið Tottenahm er við það að ná samningum við egypska knattspyrnusambandið um að fá að halda sóknarmanninum Mido eins lengi og hægt er áður en hann fer í Afríkukeppnina með landsliði sínu. Hann fer væntanlega ekki í keppnina fyrr en fjórum til fimm dögum áður en hún hefst og er það forráðamönnum enska liðsins mikill léttir.
Mido hefur verið besti framherji Tottenham í vetur og liðinu hefur gengið illa í þeim leikjum sem hann hefur ekki geta spilað. Hann er eini stóri framherjinn sem kemur til greina í byrjunarliðið, en pólski framherjinn Rasiak sem keyptur var frá Derby í haust hefur alls ekki staðið undir væntingum. Einmitt þess vegna hefur Tottenham verið mikið nefnt til sögunnar þegar nafn hins eftirsótta Dirk Kuyt hjá Feyenoord ber á góma.