Erlent

Bandalag Hariris með meirihluta

Bandalag Saads Hariris virðist hafa náð hreinum meirihluta á þinginu í Líbanon eftir fjórða og síðasta hluta kosninga í landinu sem fram fór var í gær. Saad er sonur Rafiqs Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem var myrtur fyrr á þessu ári og flokkur hans er andsnúinn Sýrlendingum. Samkvæmt óopinberum tölum frá því í nótt fékk bandalag Hariris öll þingsætin 28 sem í boði voru, en til að ná hreinum meirihluta í þinginu þurfti flokkurinn að tryggja sér minnst 21 sæti í gær. Andstæðingar Hariris játuðu ósigur sinn seint í nótt og sögðust myndu lúta vilja fólksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×