Innlent

Gróðursett á aðventunni

Plantað á jólaaðventunni. Nokkur þúsund plöntur fara niður við nýju Hringbrautina og hluta gömlu Miklubrautar þar sem myndin var tekin í gær.
Plantað á jólaaðventunni. Nokkur þúsund plöntur fara niður við nýju Hringbrautina og hluta gömlu Miklubrautar þar sem myndin var tekin í gær.

Kapp er lagt á að ljúka frágangi við nýju Hringbrautina og hluta Miklu­brautar og er stefnt að því að allt verði fínt og flott fyrir jól. Meðal annars hefur verið tyrft og gróðursett og kann einhverjum að þykja undarlegt að slík verk séu unnin á þessum árstíma.

Þórólfur Jónsson, garðyrkju­stjóri Reykjavíkur, segir haustið ágætan tíma til gróðursetningar en vissulega ráði tíðin þar nokkru um. "Bæði þarf að vera hægt að ná plöntunum upp í gróðrarstöðinni og setja þær niður og tíðin að undanförnu hefur nú verið alveg á mörkunum. Menn hafa þó rótað vel í öllu og því hefur ekki náð að frjósa almennilega í þessu," segir Þórólfur og telur líklegt að trén laufgi í vor.

"Við gerum talsvert af því að gróðursetja á haustin því þá er tíminn rýmri en á vorin," segir Þórólfur. Hann veit ekki hversu mörgum plöntum verður plantað við nýju Hringbrautina en telur þær hlaupa á þúsundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×