Erlent

Japansprinsessa missir aðalstitil

Sayako prinsessa, einkadóttir Akihitos Japanskeisara, er ekki lengur prinsessa. Hún gekk í dag að eiga karl sem ekki er af aðalsættum og missir við það sjálf aðalstitilinn sinn. Í stað hallarinnar kemur því ósköp venjuleg íbúð í Tókíó. Sayako, sem oftast er kölluð Nori, er þó að líkindum síðasta prinsessan sem fórnar aðalstitlum og forréttindum fyrir ástina því japanska þingið undirbýr lagafrumvarp sem heimilar prinsessum að giftast þeim sem þær vilja, en hingað til hafa bara prinsar mátt gera svoleiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×