Erlent

Ætla að bólusetja alla alifugla gegn fuglaflensu

MYND/AP

Kínversk stjórnvöld hafa lofað því að bólusetja allan fiðurfénað í landinu til þess að reyna að sporna við útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Þetta kom fram í máli yfirdýralæknis í Kína í dag.

Talið er að 14 milljarðar alifugla séu í Kína og hefur hundruðum þúsunda þegar verið slátrað vegna fuglaflensuveirunnar sem finnst á sífellt fleiri stöðum í landinu. Enn hefur þó enginn maður greinst með hinn banvæna H5N1-stofn fuglaflensunnar í landinu sem dregið hefur ríflega 60 manns til dauða sunnar í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×