Erlent

Spánverjar rannsaka meint fangaflug um Palma-flugvöll

Frá Palma-flugvelli á Majorka þar sem meintar fangaflugvélar CIA eiga að hafa lent.
Frá Palma-flugvelli á Majorka þar sem meintar fangaflugvélar CIA eiga að hafa lent. MYND/AP

Spænsk yfirvöld hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að rannsaka meint flug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, með grunaða hryðjuverkamenn í fangelsi í löndum þar sem pyntingar eru leyfðar. Talið er að CIA hafi notað flugvöllinn á Majorka til fangaflutninga.

Innanríkisráðherra Spánar, Jose Antonio Alonso, greindi frá því í sjónvarpi í dag að stjórnvöld hefðu hafið rannsókn á því hvort bandaríska leyniþjónustan CIA hefði millilent á Majorkaflugvelli með grunaða hryðjuverkamenn eins og greint hefur verið frá í spænskum fjölmiðlum.

Í skýrslu sem unnin var um málið fyrir saksóknara á Balearis-eyjunum, sem Majorka tilheyrir, kemur fram að vélar á vegum CIA hafi lent tíu sinnum á flugvellinum í Palma frá því í janúar í fyrra til sama mánaðar á þessu ári. Dagblað á Majorka segir þrjár vélar hafa verið notaðar í flugið, Boeing 747-vél og tvær Gulfstream-vélar, og að flogið hafi verið meðal annars til Líbíu, Alsír, Rúmeníu, Makedóníu og Svíþjóðar.

Innanríkisráðherra Spánar segir að ef rétt reyndist að CIA hafinotað flugvöllin í Palma til fangaflutningaþað mjög alvarlegt mál og geti hugsanlega skaðað samband Spánar og Bandaríkjanna.

Eins og greint hefur verið frá eru íslensk stjónvöld meðal þeirra sem spurt hafa Bandaríkjamenn úti hin meintu fangaflug CIA eftir að ljóst var að vélar stofnunarinnar höfðu lent hér en hingað til hafa engin svör borist frá bandarískum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×