Erlent

Rekinn úr Hjálpræðishernum fyrir samkynhneigð

Hús Hjálpræðishersins á Íslandi.
Hús Hjálpræðishersins á Íslandi. MYND/ÞÖK

Hjálpræðisherinn í Noregi virðist ekki reiðubúinn að styðja við bakið á hverjum sem er, til dæmis ekki einum starfsmanni hersins sem starfað hefur innan hans í áratugi. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur unnið ötullega að málefnum hjálpræðishersins frá banræsku og verið leiðtogi innan samtakanna í 22 ár. Maðurinn kom hins vegar út úr skápnum fyrir nokkrum árum og sú staðreynd hefur nú kostað hann starfið innan hjálpræðishersins því honum var vikið úr samtökunum fyrir helgi á grundvelli kynhneigðar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×