Erlent

Sprengt í Grikklandi

Bensínsprengjum var kastað á franska bílasölu og fransk-gríska matvöruverslun í norðurhluta Grikklands í nótt. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásirnar en í þeim skemmdust átta bifreiðar og eru verslanirnar afar illa leiknar. Yfirvöld í Grikklandi telja að árásirnar tengist óeirðunum í Frakklandi. Enginn hefur þó látist eða slasast í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×