Erlent

Fuglaflensan breiðist út

Tvö ný tilfelli fuglaflensu eru komin upp í vesturhluta Kína. Eru tilfellin þau tíundu og elleftusem koma upp í landinu síðastliðinn mánuð. Frá þessu greinir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Um 320 þúsundum fugla hefur verið fargað til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Sýkingar hafa nú greinst í nær öllum hlutum Kína síðastliðinn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×