Erlent

Atvinnutækifæri ungs fólks aukin í Frakklandi

Jacques Chirac
Jacques Chirac MYND/AP

Ríkisstjórn Frakklands hefur heitið því að auka atvinnutækifæri ungs fólks á næstu árum til að koma í veg fyrir óeirðir á borð við þær sem hafa verið í landinu síðustu þrjár vikur. Stefnt er að því að 50 þúsund ungmenni fái þjálfun árið 2007 sem á að auka líkur þeirra á að fá vinnu. Jacques Chirac forseti segir að öllum væri ljós misskiptingin í þjóðfélaginu og kallaði eftir því að allir fengju jöfn tækifæri. Hann hafnaði þó því að koma á kvótakerfi mismunandi þjóðfélagshópa eins og viðgengst í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×