Erlent

Kjarnorkuver var skotmarkið

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að mennirnir sem handteknir voru í Sydney og Melbourne í síðustu viku vegna gruns um hryðjuverkaárás hafi ætlað að sprengja upp Lucas Heights-kjarnaofninn í Nýja Suður-Wales. Alls voru átján manns handteknir en lögregla hafði stöðvað þrjá þeirra nærri verinu í desember 2004.

Að sögn BBC telja yfirvöld auk þess að sumir þeirra hafi dvalið í búðum hryðjuverkamanna í óbyggðum Ástralíu. Verjendur mannanna segja engin sönnunargögn vera fyrir hendi í málinu og það sé af pólitískum rótum runnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×