Erlent

Tæplega fjörtíu dóu í slysum helgarinnar

Hvít jörð á Spáni. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og slysum á Spáni undanfarna daga.
Hvít jörð á Spáni. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og slysum á Spáni undanfarna daga.

Spænska innanríkisráðuneytið hefur lýst yfir viðbúnaðarástandi í fjórtán nyrstu héruðum landins vegna mikilla kulda og snjóa.

Loka hefur þurft fjölda þjóðvega vegna snjóþyngsla og gera veðurspár áfram ráð fyrir ofankomu og frosti langt inn í land. Viðvörun ráðuneytisins gildir allt suður að höfuðborginni Madríd.

Um helgina urðu yfir þrjátíu bílslys sem beinlínis má rekja til ófærðar og hálku en í þeim létust 39 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×