Erlent

Ásakanir um hassreykingar

Þingkosningar fara fram á Grænlandi í dag en óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið fjörleg í meira lagi. Siumut-flokkurinn og Inúítaflokkurinn hafa setið í landsstjórninni undanfarið kjörtímabil.

Í fyrradag gaf hins vegar síðarnefndi flokkurinn út yfirlýsingu um að hann gæti ekki starfað með Siumut eftir að Lars-Emil Johan­sen, fyrrverandi formaður Siumut, gaf í skyn að leiðtogar Inúíta ættu í vandræðum vegna hassreykinga.

Grænlenska ríkisútvarpið segir líklegt að demókratar og Inúítar muni mynda stjórn að loknum kosningum og þá væri Siumut-flokkurinn í fyrsta sinn í stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×