Erlent

Afríkubúa saknað eftir bátsskaða

Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. Þá er talið að 18 Afríkubúar til viðbótar hafi drukknað á mánudag eftir að 85 farþegum á öðrum smyglbáti var skipað að stökkva frá borði þegar báturin var töluvert frá landi. Sams konar atvik hafa ítrekað komið upp á síðustu árum, en á hverju ári falla þúsundir Sómala og Eþíópíubúa fyrir gylliboðum smyglara um flutning til Jemens þaðan sem fólkið reynir að komast til Evrópu í von um að öðlast betra líf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×