Innlent

Lögreglan á margt eftir ólært

Atli Gíslason lögmaður, telur yfirlýsingu lögreglunnar í Reykjavík vegna nauðgunarmáls sem aldrei var ákært í, sýna að lögreglan eigi margt eftir ólært í rannsóknum á kynferðisbrotamálum. Í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum í Reykjavík segir að lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að upplýsa hópnauðgun sem framin var um verslunarmannahelgina árið 2002. Ríkissaksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu eftir rannsókn lögreglu. Í síðustu viku dæmdi Hæstiréttur, í einkamáli, gerendurna þrjá til þess að greiða stúlkunni 1,1 milljón króna í miskabætur auk sakakostnaðar vegna nauðgunarinnar sem aldrei var ákærð. Atli Gíslason lögmaður stúlkunnar er ósáttur við yfirlýsingu lögreglu. Hann segir hana gera illt verra og ekki vera stórmannleg, þar sé leitast við að berja í brestina í stað þess að læra af málinu og lofa úrbótum og laga til. Atli segir það fara í taugarnar á sér að í yfirlýsingunni segi að stúlkan hafi ekki haft sýnilega áverka þrátt fyrir að hún sálrænir áverkar hafi bent til grimmilegs glæps. Þá telur hann full lagaskilyrði hafa verið fyrir því að fá þann sem fyrst var handtekinn úrskuðaðann í gæsluvarðhald. Hann segir ekki rétt að þeir hafi unnið í málinu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×