Erlent

Breskir hermenn féllu á lyfjaprófi

Tuttugu og fimm hermenn úr tveimur hópum í breska hernum eiga nú yfir höfði sér brottvísun úr hernum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi á dögunum. Frá þessu greindi breska varnamálaráðuneytið í dag. Annar hópurinn hafði m.a. starfað í Írak en hinn á Norður-Írlandi en þeir hafa báðir haft aðsetur á Englandi að undanförnu. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að herinn liði ekki eiturlyfjanotkun og að til harðra refsinga yrði gripið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×