
Erlent
Sir Edward Heath við dauðans dyr
Sir Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú fyrir dauðanum. Sky-fréttastöðin hefur þetta eftir talmanni hans. Heath var forsætisráðherra Breta á árunum 1970 til 1974 og formaður Íhaldsflokksins í áratug, eða frá 1965 til 1975. Hann var mjög umdeildur en áhrifamikill á sínum stjórnmálaferli. Margaret Thatcher tók við af Heath sem leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 og varð hún svo forsætisráðherra Bretlands fjórum árum síðar.