Sport

Chelsea í úrslitaleikinn

Það verða Chelsea og Liverpool sem mætast í úrslitaleik deildarbikarsins á Millennium Stadium í Cardiff þann 27. febrúar. Chelsea sigraði Manchester United í kvöld á Old Trafford 2-1, en fyrri leikur liðana endaði með markalausu jafntefli. Frank Lampard kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ryan Giggs jafnaði með frábæru marki. En það var Damien Duff sem tryggði Chelsea farseðilinn til Cardiff með skondnu marki beint úr aukaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok þar sem boltinn skoppaði í gegnum vítateig United og framhjá Tim Howard í markinu. Chelsea voru þó heppnir undir lokin er Wayne Bridge bjargaði á línu fyrna föstum skalla Mikael Silvestre. Eiður Smári kom inná sem varamaður fyrir Didier Drogba þegar tuttugu og tvær mínútur voru eftir af leiknum og átti ágætan dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×