Erlent

Dönsk börn hætt að hreyfa sig

Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. Rannsóknin náði til 15 ára gamalla barna og leiðir í ljós að helmingur þeirra sest umsvifalaust fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna þegar skóla lýkur. Vegna þessa meðal annars fá þau ekki tilhlýðilega hreyfingu sem er talin vera ein klukkustund á dag. Dönsk heilbrigðisyfirvöld segja þetta ávísun á margs konar sjúkdóma í framtíðinni fyrir þessi börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×