Vonbrigði í Ungverjalandi 22. ágúst 2005 00:01 Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði." Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði."
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira