Lífið

Lærðu að lifa

"Lífsleikni er orðið ein af hefðbundnum námsgreinum í skóla, rétt eins og stærðfræði og íslenska. Fyrir mér er því gamall draumur að ræstast því það er full nauðsyn að leggja áherslu á mannlega þætti eins og aðra í því samfélagi nútímans," segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, sem nú heldur námkeið í hagnýtir lífsleikni í fjölskyldu og einkalífi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Fólk veltir því ef til vill fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að læra eitthvað sem heitir lífsleikni en Jóhann telur að í þeim öru breytingum og hömluleysi sem einkenni nútímann sé nauðsynlegt að kenna fólki að takast á við sigra og mótlæti í lífinu. "Við leggjum áherslu á þrjá grunnþætti, í fyrsta lagi sjálfstraustið en ég tel að jafnvægi þar sé lykillinn af vellíðan fólks. Sjálfsagi er svo annað hugtak sem vert er að leggja aukna áherslu á, jafn hömlulaust og samélagið er orðið, alveg frá mataræði og til tímaleysis. Sá sem tileinkar sér sjálfsaga er frjáls, því hann hefur val um marga kosti, til að mynda hve mikið hann ætlar að borða hverju sinni og hve miklum tíma hann ætlar að eyða í verkefni. Þriðji þátturin er svo samkennd. Það segir sig í raun sjálft að í heimi þar sem fólk er drepið yfir jafn smávægilegum hlutum og tíðkast er er nauðsynlegt að kenna fólki að finna til með öðrum." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.