Sport

Króati hjá Þrótti

Hjá liði Þróttar í knattspyrnu er um þessar mundir staddur stór og líkamlega sterkur framherji frá Króatíu sem forráðamenn liðsins binda vonir um að geti leikið með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Settur var upp æfingaleikur fyrir leikmanninn í gærkvöldi en að sögn þeirra sem séð hafa til hans á æfingum lítur hann mjög vel út og ætti að koma til með að styrkja framlínu Þróttar til muna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×