Danir mega nota íslensku aðferðina 17. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa danskir þingmenn samþykkt ný nafnalög sem fela meðal annars í sér endurvakningu föðurnafna að íslenskri hefð. Danmörk er eitt fárra vestrænna ríkja, ásamt Íslandi, sem hefur svokallaða mannanafnanefnd þangað sem þarf að sækja um leyfi fyrir nöfnum sem eru ekki viðurkennd af yfirvöldum. Að hreyfa við dönsku nafnalögunum hefur hreyft við mörgum, sérstaklega fólki sem vill verja ættarnöfn sín. Upphafleg útgáfa frumvarpsins fól í sér að eftirnöfn sem fleiri en eitt þúsund einstaklingar bera yrðu til frjálsra afnota. Tuttugu þúsund undirskriftir, meðal annars frá Stoltenberg-ættinni, urðu til þess að ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, flutningsmaður frumvarpsins, hækkaði töluna í 2.000. Breytingin þýðir að einungis 160 eftirnöfn verða gefin frjáls í stað 350, hefði upphaflega útgáfa frumvarpsins gengið í gegn. Annars er hugsunin sú að aðlaga dönsku nafnalögin betur að nútímanum, t.d. með því að gera þau líkari því sem þekkist í öðrum norrænum ríkjum. Ein af helstu breytingunum er endurupptaka gamallar norrænnar hefðar sem Íslendingar hafa haldið við í gegnum árin, að leyfa að börn sé kennd við föður eða móður eins og „Jónsson“ eða „Helgudóttir“. Það kemur til með að einfalda málin fyrir Íslendinga í Danmörku sem í dag þurfa að sækja um undanþágu fyrir að skíra börn sín, eða fá þau skráð í danska kerfið, með þess háttar eftirnöfnum. Aðrar helstu breytingar í frumvarpi til nýrra danskra nafnalaga eru að réttur þeirra sem eru giftir og ógiftir verður jafnaður. Þannig getur fólk í óvígðri sambúð tekið upp eftirnafn hvors annars. Kostnaður við að skipta um eftirnafn verður felldur niður sem í dag nemur þrjátíu þúsund íslenskum krónum. Hægt verður að breyta millinafni í eftirnafn og leyfilegt verður að nota nafn frá gagnstæðu kyni sem eftirnafn. Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa danskir þingmenn samþykkt ný nafnalög sem fela meðal annars í sér endurvakningu föðurnafna að íslenskri hefð. Danmörk er eitt fárra vestrænna ríkja, ásamt Íslandi, sem hefur svokallaða mannanafnanefnd þangað sem þarf að sækja um leyfi fyrir nöfnum sem eru ekki viðurkennd af yfirvöldum. Að hreyfa við dönsku nafnalögunum hefur hreyft við mörgum, sérstaklega fólki sem vill verja ættarnöfn sín. Upphafleg útgáfa frumvarpsins fól í sér að eftirnöfn sem fleiri en eitt þúsund einstaklingar bera yrðu til frjálsra afnota. Tuttugu þúsund undirskriftir, meðal annars frá Stoltenberg-ættinni, urðu til þess að ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, flutningsmaður frumvarpsins, hækkaði töluna í 2.000. Breytingin þýðir að einungis 160 eftirnöfn verða gefin frjáls í stað 350, hefði upphaflega útgáfa frumvarpsins gengið í gegn. Annars er hugsunin sú að aðlaga dönsku nafnalögin betur að nútímanum, t.d. með því að gera þau líkari því sem þekkist í öðrum norrænum ríkjum. Ein af helstu breytingunum er endurupptaka gamallar norrænnar hefðar sem Íslendingar hafa haldið við í gegnum árin, að leyfa að börn sé kennd við föður eða móður eins og „Jónsson“ eða „Helgudóttir“. Það kemur til með að einfalda málin fyrir Íslendinga í Danmörku sem í dag þurfa að sækja um undanþágu fyrir að skíra börn sín, eða fá þau skráð í danska kerfið, með þess háttar eftirnöfnum. Aðrar helstu breytingar í frumvarpi til nýrra danskra nafnalaga eru að réttur þeirra sem eru giftir og ógiftir verður jafnaður. Þannig getur fólk í óvígðri sambúð tekið upp eftirnafn hvors annars. Kostnaður við að skipta um eftirnafn verður felldur niður sem í dag nemur þrjátíu þúsund íslenskum krónum. Hægt verður að breyta millinafni í eftirnafn og leyfilegt verður að nota nafn frá gagnstæðu kyni sem eftirnafn.
Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira