Erlent

Sænskur dómari kaupir sér blíðu

Sænskur héraðsdómari var staðinn að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna. Athygli vekur að þetta er þriðji sænski dómarinn á þessu ári sem staðinn hefur verið að þessari iðju. Héraðsdómarinn var tekinn vegna viðskipta sem fram fóru á sólbaðsstofu í Malmö. Vændi er ekki ólöglegt í Svíþjóð en kaup á blíðu portkvennanna er þó stranglega bannað. Í rassíu sem sænska lögreglan stóð fyrir dúkkaði nafn dómarns upp hvað eftir annað í pöntunarlista sólbaðsstofunnar. Hann mun meðal annars hafa pantað sér þjónustu þriggja kvenna samtímis. Dómarinn hefur þegar verið dæmdur til sektar fyrir athæfi sitt. Sænski ríkislögmaðurinn Sven-Erik Alhem segir dóminn vera hneyksli fyrir sænskt réttarfar og telur að dómarinn hafi bæði átt að vera rekinn úr starfi og fá fangelsisdóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×