Innlent

Engin lög brotin gagnvart SKY

"Það fæst engin staðfesting á því hjá SKY sjónvarpsstöðinni að áskriftum hér á landi hafi verið sagt upp og niðurstaðan er sú að engin lög séu brotin," segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður sem kom að gerð úttektar vegna hótana Smáís, samtaka myndrétthafa á Íslandi, að láta loka fyrir aðgang Íslendinga að áskriftarsjónvarpi SKY. Var úttektin unnin að frumkvæði Neytendasamtakanna en þar á bæ drógu menn í efa lögmæti aðgerðanna og segir Jón engin gögn hafa fundust sem styðja yfirlýsingu Smáís að samkomulag hafi náðst við SKY að ekki yrði hægt að greiða áskriftir með íslenskum greiðslukortum. "Hjá SKY kannaðist enginn við þetta og við höfum engin dæmi um það hérlendis að lokað hafi verið fyrir nokkurn mann þrátt fyrir yfirlýsingar Smáís. Við fundum heldur ekkert sem meinar nokkrum sem hefur búnaðinn til þess að taka móti sendingum SKY eða annarra gervihnattastöðva til að nota hann á Íslandi alveg eins og slíkur búnaður er notaður í Þýskalandi, Belgíu, á Ítalíu og annars staðar þar sem sendingar SKY nást."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×