Innlent

Skerpt á reglum

Landlæknir hefur skerpt á reglum sjúkrahúsa um að tilkynna óvænt dauðsföll til lögreglunnar. Það var gert í kjölfar þess að barn dó eftir legvatnsástungu á Landspítalanum. Nokkru eftir legvatnsástungu á móðurinni var barnið tekið með bráða keisaraskurði, en lést fjórum dögum síðar. Foreldrunum voru dæmdar bætur, en fengu aldrei skýringu á því hversvegna lát barnsins var ekki tilkynnt til lögreglu, eins og þau töldu reglur segja til um. Málið var kært til Lögreglunnar í Reykjavík, en fyrntist í meðförum hennar. Nokkuð sem krafist hefur verið rannsóknar á. Í kjölfar þessa sendi landlæknisembættið læknum dreifibréf, þar sem skerpt var á reglum um tilkynningar um óvænt dauðsföll. Matthías Guðmundsson, aðstoðarlandlæknir segir að þær skilgreiningar verði alltaf álitamál og hann sagði að embættið hefði hvatt lækna til þess að tilkynna ef þeir eru í minnsta vafa. Hann sagði að læknar hefðu núna ákveðið símanúmer hjá lögreglunni sem þeir geta hringt í séu þeir í minnsta vafa. Hann sagði að lögreglan ákveddi síðan upp á sitt einsdæmi, hvort að réttarlæknisfræðileg skoðun yrði framkvæmd. Lögreglan ákveður slíkt en ekki læknirinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×