Innlent

Kjósa um verkfall

Stjórn SFR ákvað í morgun að efna til atkvæðagreiðslu dagana sjöunda til tólfta september um verkfall SFR félaga sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbirgðisþjónustu. Ekki hefur tekist að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir SFR félaga sem starfa hjá þessum fyrirtækjum þrátt fyrir sex mánaða samningaþóf. Kosið verður um tvö þriggja daga verkföll dagana þriðja til fimmta október og tíunda til tólfta október og loks ótímabundið verkfall frá og með sautjánda október hafi ekki samist fyrir þann tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×