R-listinn héldi meirihlutanum 30. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa, byði R-listinn fram aftur. 48,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa R-listann, en 47,8 prósent Sjálfstæðisflokkinn. 1,9 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og 1,3 prósent eitthvað annað. Ef þetta yrði niðurstaða kosninganna fengi Reykjavíkurlistinn átta borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur sjö. Aðrir fengju ekki borgarfulltrúa kjörinn. Taka verður þó tillit til þess að munurinn á milli fylgis R-listans og Sjálfstæðisflokks er innan skekkjumarka. Í sömu könnun var spurt hvaða lista fólk kysi, yrði boðað til kosninga nú. R-listaflokkarnir fengju samkvæmt henni 43,3 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur 53,5 prósent. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir tvær túlkanir mögulegar. Annars vegar er mögulegt að sameiginlegt framboð auki fylgi vinstriflokkana. Hins vegar, sem sé líklegra, geti mismunurinn verið vegna aðferðafræði skoðanakönnunarinnar, að óákveðnir séu fólk sem viti að það muni ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en sé óákveðið um hvern vinstri flokkanna það vill. "En það er langsamlega líklegast að það skili sér á einhvern vinstriflokkinn, þótt það sé ekki víst." "Þetta sýnir að Reykvíkingar hafa kunnað betur að meta hið góða starf Reykjavíkurlistans síðustu tólf árin en ýmsir þeirra sem að þeim viðræðum komu," segir Páll Halldórsson, formaður fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir þetta til marks um að stuðningsmenn R-listans hafi ekki gert upp hvaða flokk þeir muni kjósa. Fylgi framboða í skoðanakönnun Fréttablaðsins og borgarstjórnarkosningum 2002.Fbl-graf/Sæmundur Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa, byði R-listinn fram aftur. 48,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa R-listann, en 47,8 prósent Sjálfstæðisflokkinn. 1,9 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og 1,3 prósent eitthvað annað. Ef þetta yrði niðurstaða kosninganna fengi Reykjavíkurlistinn átta borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur sjö. Aðrir fengju ekki borgarfulltrúa kjörinn. Taka verður þó tillit til þess að munurinn á milli fylgis R-listans og Sjálfstæðisflokks er innan skekkjumarka. Í sömu könnun var spurt hvaða lista fólk kysi, yrði boðað til kosninga nú. R-listaflokkarnir fengju samkvæmt henni 43,3 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur 53,5 prósent. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir tvær túlkanir mögulegar. Annars vegar er mögulegt að sameiginlegt framboð auki fylgi vinstriflokkana. Hins vegar, sem sé líklegra, geti mismunurinn verið vegna aðferðafræði skoðanakönnunarinnar, að óákveðnir séu fólk sem viti að það muni ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en sé óákveðið um hvern vinstri flokkanna það vill. "En það er langsamlega líklegast að það skili sér á einhvern vinstriflokkinn, þótt það sé ekki víst." "Þetta sýnir að Reykvíkingar hafa kunnað betur að meta hið góða starf Reykjavíkurlistans síðustu tólf árin en ýmsir þeirra sem að þeim viðræðum komu," segir Páll Halldórsson, formaður fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir þetta til marks um að stuðningsmenn R-listans hafi ekki gert upp hvaða flokk þeir muni kjósa. Fylgi framboða í skoðanakönnun Fréttablaðsins og borgarstjórnarkosningum 2002.Fbl-graf/Sæmundur
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira