Innlent

Helmingur starfsmanna Íslendingar

Íslendingar eru helmingur starfsmanna Alcoa í Reyðarfirði. Innkaup fyrirtækisins á Íslandi nema nú um tíu milljörðum króna. Alcoa kynnti í dag stöðu framkvæmda í Reyðarfirði og ýmsa aðra þætti starfseminnar. Þar kom meðal annars fram að starfsmenn eru samtals 570 og helmingur þeirra er Íslendingar. Hinir starfsmennirnir koma erlendis frá, aðallega frá Póllandi. Forsvarsmenn Alcoa eru ánægðir með gang framkvæmdanna og segja að öll vinna sé á áætlun. Hinn 15. október næstkomandi verður opnuð það sem þeir kalla þriggja stjörnu aðstaða fyrir starfsfólkið og jarðvinnu á að ljúka í lok semtepmber. Heildarinnkaup álversins hafa verið rúmlega 700 milljónir dollara eða rúmlega 44 milljarðar króna. Skiptingin hefur verið þannig að 77 prósent innkaupanna hafa verið erlendis frá en 23 prósent á Íslandi, sem samsvarar um tíu milljörðum króna. 336 ker verða í álverinu og verður þar lengsti kerskáli í heimi. Allmargir milljarðar munu bætast við þetta á næstu misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×