Þakklátur fyrir traust borgarbúa 30. ágúst 2005 00:01 Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. Tæpur fjórðungur þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins vildi Gísla Martein sem borgarstjóra, en hann tilkynnti á sunnudag ákvörðun sína um að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, var sá einstaklingur sem var næstoftast nefndur sem líklegt borgarstjóraefni og á eftir honum kom Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, varð fjórða í könnun blaðsins, en einungis um tíu af hundraði þeirra sem tóku afstöðu nefndu hana. Gísli Marteinn segist vona að hann nái að slá nýjan tón sem fólki líki við, tón sem sé ólíkur þeim tóni sem sleginn hafi verið í borginni undanfarin ár. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir það að borgarbúar skuli treysta honum til að taka við þessu virðulega og vandasama embætti. Ef til kæmi vonist hann til að bregðast ekki væntingum borgarbúa. Hins vegar sé bara um könnun að ræða sem segi í sjálfu sér eitthvað um stöðu manna á þessum tímapunkti en frambjóðendur eigi allir eftir að sýna sig og sanna á næstu vikum og mánuðum. Þá bendir Gísli á að könnunin sé aðallega gerð áður en hann hafi tilkynnt um framboð sitt í fyrsta sæti á sunnudag en hann voni þetta verði upphafið úr þessu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. Tæpur fjórðungur þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins vildi Gísla Martein sem borgarstjóra, en hann tilkynnti á sunnudag ákvörðun sína um að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, var sá einstaklingur sem var næstoftast nefndur sem líklegt borgarstjóraefni og á eftir honum kom Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, varð fjórða í könnun blaðsins, en einungis um tíu af hundraði þeirra sem tóku afstöðu nefndu hana. Gísli Marteinn segist vona að hann nái að slá nýjan tón sem fólki líki við, tón sem sé ólíkur þeim tóni sem sleginn hafi verið í borginni undanfarin ár. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir það að borgarbúar skuli treysta honum til að taka við þessu virðulega og vandasama embætti. Ef til kæmi vonist hann til að bregðast ekki væntingum borgarbúa. Hins vegar sé bara um könnun að ræða sem segi í sjálfu sér eitthvað um stöðu manna á þessum tímapunkti en frambjóðendur eigi allir eftir að sýna sig og sanna á næstu vikum og mánuðum. Þá bendir Gísli á að könnunin sé aðallega gerð áður en hann hafi tilkynnt um framboð sitt í fyrsta sæti á sunnudag en hann voni þetta verði upphafið úr þessu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira