Útilokar ekki borgarstjórastólinn 17. ágúst 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. "Fólkið sem ég vinn fyrir telur að mín starfsorka og framkoma sem stjórnmálamaður og skoðanir séu þess eðlis að það telji ákjósanlegt að ég vinni fyrir það mikilvæg störf eins og að vera borgarstjóri. En það er ekkert sem ég hef tekið ákvörðun um og er ekki einu sinni farinn að hugsa enn. En það getur vel verið að ég velti því fyrir mér svona á næstu vikum, bara til þess að gleðja menn," sagði Össur spurður um málið í Morgunútvarpinu, þætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær. Össur ræddi þar um Reykjavíkurlistann og sagði ístöðuleysi og staðfestuleysi flokksmanna vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa birst þegar þeir sögðu sig frá samstarfi um R-listann. Hann sagði vinstrimenn munu hafa skömm af ákvörðun meirihluta flokksmanna vinstri grænna í Reykjavík, því með samstarfsslitunum fyrir næstu borgarstjórnarkosningar sé verið opna fyrir þann möguleika að þeir geti farið í "dökkleitt hrossakaupabandalag" við Sjálfstæðisflokkinn um stjórn borgarinnar og borgarstjórastólinn í sínar hendur. Össur sagðist hafa verið stuðningsmaður R-listasamstarfs. Hann hafi þó spurt sig af hverju málefnin væru ekki rædd. Samstarf félagshyggjuflokkanna hafi snúist upp í ógeðfelld átök um völd og stóla; að því hafi ekki verið stefnt í upphafi. Össur sagði fyrirhugað brotthvarf vinstri grænna úr R-listanum ákvörðun sem æðsta forysta flokksins hafi átt sinn þátt í. Það hafi sést þegar formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon steig fram og ræddi framboðsmálin: "Hvað þýddi það þegar Steingrímur var sendur svona fram til að verja nýja stefnu? Það þýddi tvennt að mínu viti: Að það var bullandi ágreiningur um stefnuna innan VG og í öðru lagi að hin nýja stefna hefði verið mótuð af eða í samráði við æðstu forystu VG." Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. "Fólkið sem ég vinn fyrir telur að mín starfsorka og framkoma sem stjórnmálamaður og skoðanir séu þess eðlis að það telji ákjósanlegt að ég vinni fyrir það mikilvæg störf eins og að vera borgarstjóri. En það er ekkert sem ég hef tekið ákvörðun um og er ekki einu sinni farinn að hugsa enn. En það getur vel verið að ég velti því fyrir mér svona á næstu vikum, bara til þess að gleðja menn," sagði Össur spurður um málið í Morgunútvarpinu, þætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær. Össur ræddi þar um Reykjavíkurlistann og sagði ístöðuleysi og staðfestuleysi flokksmanna vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa birst þegar þeir sögðu sig frá samstarfi um R-listann. Hann sagði vinstrimenn munu hafa skömm af ákvörðun meirihluta flokksmanna vinstri grænna í Reykjavík, því með samstarfsslitunum fyrir næstu borgarstjórnarkosningar sé verið opna fyrir þann möguleika að þeir geti farið í "dökkleitt hrossakaupabandalag" við Sjálfstæðisflokkinn um stjórn borgarinnar og borgarstjórastólinn í sínar hendur. Össur sagðist hafa verið stuðningsmaður R-listasamstarfs. Hann hafi þó spurt sig af hverju málefnin væru ekki rædd. Samstarf félagshyggjuflokkanna hafi snúist upp í ógeðfelld átök um völd og stóla; að því hafi ekki verið stefnt í upphafi. Össur sagði fyrirhugað brotthvarf vinstri grænna úr R-listanum ákvörðun sem æðsta forysta flokksins hafi átt sinn þátt í. Það hafi sést þegar formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon steig fram og ræddi framboðsmálin: "Hvað þýddi það þegar Steingrímur var sendur svona fram til að verja nýja stefnu? Það þýddi tvennt að mínu viti: Að það var bullandi ágreiningur um stefnuna innan VG og í öðru lagi að hin nýja stefna hefði verið mótuð af eða í samráði við æðstu forystu VG."
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira