Mótmælendur kæra lögregluna 17. ágúst 2005 00:01 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hyggjast í dag leggja fram kæru hjá Ríkissaksóknara vegna framkomu og vinnubragða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Segjast þeir hafa verið lagðir í einelti af einkennisklæddum og óeinkennisklæddum lögreglumönnum og þurft að sæta meðferð sem væru þeir hryðjuverkamenn. Jafnframt hafa þeir falið lögmönnum sínum að andmæla úrskurði Útlendingastofnunar um hugsanlega brottvísun þeirra erlendu mótmælenda sem handteknir voru á Austurlandi í þremur lögregluaðgerðum á tímabilinu 26. júlí til 4. ágúst en þeir voru 21 talsins. Birgitta Jónsdóttir, einn talsmanna mótmælenda, segir um helming þeirra erlendu mótmælenda sem handteknir voru á Austurlandi farna úr landi og þeir verði allir horfnir af landi brott um næstu mánaðamót. Brottvísun hafi því engan tilgang annan en að tryggja að þeir geti ekki komið hingað aftur næstu árin. "Lögregluyfirvöld hafa ítrekað brotið grundvallarmannréttindi okkar og því munum við fara fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opinberri rannsókn. Sum okkar hafa verið handtekin fyrir engar sakir og í fyrradag þvinguðu óeinkennisklæddir lögreglumenn sér leið inn í húsnæði í Reykjavík, þar sem hluti mótmælenda hefur dvalist undanfarna daga, með því að hóta að brjóta upp útidyrnar," segir Birgitta. Gísli M. Auðbergsson, lögmaður á Eskifirði og annar tveggja lögmanna mótmælenda, segir ljóst að lögreglan á Austurlandi hafi einnig gengið hart fram gegn mótmælendum. "Mér finnst fyllsta ástæða til að láta reyna á lögmæti þeirra aðgerða og er ég að undirbúa það," segir Gísli. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður eins erlendu mótmælendanna, óskaði í gærmorgun eftir þeim gögnum frá Útlendingastofnun sem úrskurður stofnunarinnar um hugsanlega brottvísun byggir á en segist ekki hafa fengið nein svör. "Jafnframt óskaði ég í gær eftir gögnum frá sýslumannsembættinu á Eskifirði en var tjáð að sökum anna væri ekki hægt að senda þau fyrr en í dag," segir Katrín. Hvorki náðist í yfirmenn Útlendingastofnunar né Þóri Oddsson vararíkislögreglustjóra vegna málsins í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hyggjast í dag leggja fram kæru hjá Ríkissaksóknara vegna framkomu og vinnubragða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Segjast þeir hafa verið lagðir í einelti af einkennisklæddum og óeinkennisklæddum lögreglumönnum og þurft að sæta meðferð sem væru þeir hryðjuverkamenn. Jafnframt hafa þeir falið lögmönnum sínum að andmæla úrskurði Útlendingastofnunar um hugsanlega brottvísun þeirra erlendu mótmælenda sem handteknir voru á Austurlandi í þremur lögregluaðgerðum á tímabilinu 26. júlí til 4. ágúst en þeir voru 21 talsins. Birgitta Jónsdóttir, einn talsmanna mótmælenda, segir um helming þeirra erlendu mótmælenda sem handteknir voru á Austurlandi farna úr landi og þeir verði allir horfnir af landi brott um næstu mánaðamót. Brottvísun hafi því engan tilgang annan en að tryggja að þeir geti ekki komið hingað aftur næstu árin. "Lögregluyfirvöld hafa ítrekað brotið grundvallarmannréttindi okkar og því munum við fara fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opinberri rannsókn. Sum okkar hafa verið handtekin fyrir engar sakir og í fyrradag þvinguðu óeinkennisklæddir lögreglumenn sér leið inn í húsnæði í Reykjavík, þar sem hluti mótmælenda hefur dvalist undanfarna daga, með því að hóta að brjóta upp útidyrnar," segir Birgitta. Gísli M. Auðbergsson, lögmaður á Eskifirði og annar tveggja lögmanna mótmælenda, segir ljóst að lögreglan á Austurlandi hafi einnig gengið hart fram gegn mótmælendum. "Mér finnst fyllsta ástæða til að láta reyna á lögmæti þeirra aðgerða og er ég að undirbúa það," segir Gísli. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður eins erlendu mótmælendanna, óskaði í gærmorgun eftir þeim gögnum frá Útlendingastofnun sem úrskurður stofnunarinnar um hugsanlega brottvísun byggir á en segist ekki hafa fengið nein svör. "Jafnframt óskaði ég í gær eftir gögnum frá sýslumannsembættinu á Eskifirði en var tjáð að sökum anna væri ekki hægt að senda þau fyrr en í dag," segir Katrín. Hvorki náðist í yfirmenn Útlendingastofnunar né Þóri Oddsson vararíkislögreglustjóra vegna málsins í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira