Innlent

Hrefnuvertíðinni lokið

Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili. Vertíðin hófst 4. júlí og síðan þá hafa þrír bátar veitt hrefnu í hafinu í kringum landið: Njörður KÓ, Halldór Sigurðsson ÍS og Dröfn RE. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofun kemur fram að sýnasöfnun og önnur gagnaöflun hafi gengið vel þótt tíðin hafi verið rysjótt. Hrefnuveiðimenn eru jafnframt ánægðir með hvernig til tókst. Alls hafa nú 100 hrefnur verið veiddar síðan vísindaveiðar hófust sumarið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×