Innlent

Nafn stúlkunnar sem var myrt

Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli upplýstu íbúa vallarins um þætti tengda morðmálinu í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð vallarins í dag. Sérfræðingar í réttarrannsóknum eru komnir til landsins til aðstoðar við rannsókn málsins. Liðsmaður flugliðs varnarliðsins og íslensk stúlka voru tekin til yfirheyrslu og er flugliðanum haldið í gæslu vegna gruns um að hafa valdið dauða stúlkunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×