Innlent

Ættleiðingar til samkynhneigðra

Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra. Um þessar mundir kom fimm lönd til greina fyrir Íslendinga sem vilja ættleiða erlend börn; Indland, Kólumbía, Tékkland, Tæland og Kína, en ekkert þeirra veitir samkynhneigðum pörum blessun sína og skrifa þarf undir sérstaka yfirlýsingu í umsóknarferlinu um að ekki sé um samkynhneigt fólk að ræða ef börn er ættleidd frá Kína. Ef lög um aukin réttindi samkynhneigðra til fjölskylduþáttöku ganga í gegn þarf dómsmálaráðuneytið að hefja viðræður við nýtt land sem væri tilbúið að taka við umsóknum frá samkynhneigðum, ef ætlunin er að réttur þeirra á að vera eingöngu í orði, heldur á borði. Formaður Íslenskrar ættleiðingar, Ingibjörg Jónsdóttir, segir að Íslendingar séu og muni eingöngu gera samninga við lönd þar sem allt er hundrað prósent og séu aðilar að alþjóðasáttmálum. Ekkert hafi verið gert í því hingað til að kanna hvaða lönd komi til greina fyrir samkynhneigð pör en félagið muni skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni í kjölfar yfirfvofandi lagabreytinga. En þetta gæti verið langur vegur. Sænsk stjórnvöld heimila samkynhneigðum að ættleiða erlend börn en enn hefur ekkert samkynhneigt par fengið barn að utan. Að sögn formanns Samtakanna sjötíu og átta, eru Svíar þó í viðræðum við stjórnvöld í Suður-Afríkur og lönd í Austur-Evrópu og Suður Ameríku. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni í þessum efnum á alþjóðavettvangi, meðal annars reynslu Svía, en engar viðræður um þessi mál séu á döfinni við erlend ríki af hálfu dómsmálaráðuneytisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×