Innlent

ÍE rannsakar nikótínfíkn

Íslensk erfðagreining hefur hlotið styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni til að leita breytileika í erfðamengi mannsins sem veldur því að ákveðnum einstaklingum er hættara við að verða háðir nikótíni. Vonast er til að aukin þekking á líffræðilegum orsökum nikótínfíknar leiði til árangursríkari aðferða við að hætta að reykja. Samkvæmt samningnum, sem er til fjögurra ára, mun Íslensk erfðagreining standa fyrir umfangsmiklum erfðarannsóknum á nikótínfíkn á Íslandi, auk samanburðarrannsókna í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×