Innlent

Veggjakrot til vandræða

Fossvogshverfið er illa farið af veggjakroti. Gunnlaugur A. Júlíusson býr í hverfinu og hann hefur sent öllum borgarfulltrúum tölvubréf til að benda á þessa skrílmennsku. Svar hefur aðeins borist frá einum þeirra sem segir ástandið líka slæmt í Breiðholtinu.  Gunnlaugur A. Júlíusson hefur undanfarna daga farið um Víkingshverfið og gert úttekt á veggakrotinu. Hann segir að allar opinberar eigur séu útkrassaðar á einn eða annan hátt en alltaf ljótan, sérstaklega sé ástandið slæmt við Réttarholtsskóla þar sem flestallir veggir eru útkrotaðir auk þess sem veggjakrotið herjar víða í Fossvogsdalnum. Hann hefur sent borgarfulltrúum tölvubréf um ástandið. Hann segir flesta leikskólan vera útkrotaða, ruslatunnur, bekki í Elliðaárdalnum, upplýsingaskilti, styttur vera útkrassaða. Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir ástandið vera heldur verra en venjulega og að aðgerðir skólayfirvalda séu aðallega þær að þrífa þetta af eins fljótt og kostur er



Fleiri fréttir

Sjá meira


×