Rove ræddi um Plame við blaðamenn 16. júlí 2005 00:01 Hart er sótt að Karl Rove, helsta ráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem grunur leikur á að hann hafi í pólitísku skyni afhjúpað útsendara leyniþjónustunnar CIA í samtali við blaðamenn. Sumarið 2003 ritaði Joseph Wilson, fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, grein í New York Times þar sem hann sagði rökstuðning stjórnvalda fyrir innrásinni í Írak mjög veikan. Árið 2002 fór hann til Afríkuríkisins Níger, að eigin sögn að beiðni Dicks Cheney varaforseta, til að kanna ásakanir um að Saddam Hussein hafi ætlað að kaupa þar úran. Hann fann ekkert sem renndi stoðum undir að þær ásakanir ættu við rök að styðjast en engu að síður hélt Bush hinu gagnstæða fram í stefnuræðu sinni í janúar 2003. Fljótlega eftir að greinin birtist, eða 8. júlí 2003, skrifaði blaðamaðurinn Robert Novak grein þar sem framburður Wilsons var gerður ótrúverðugur með því að halda því fram að Valerie Plame, starfsmaður CIA og eiginkona Wilsons, hefði að eigin frumkvæði fyrirskipað ferðina. Opinber rannsókn hófst í kjölfarið enda er lögbrot að greina frá nafni leyniþjónustumanna. Nafn Rove hefur nokkrum sinnum verið nefnt sem möguleg uppspretta lekans en hann hefur jafnan neitað því, til dæmis í viðtali við CNN í fyrra. Í nýjasta tölublaði Newsweek eru birtar tölvupóstsendingar frá því rétt áður en grein Novaks kom út á milli Matt Cooper, blaðamanns Time, og Rove þar sem Rove segir að "eiginkona Wilsons" hafi lagt á ráðin um Nígerferðina, án þess þó að nefna hana á nafn. New York Times birti síðan á föstudaginn grein þar sem vitnað var í nafnlausan heimildarmann sem staðfesti að Rove og Novak hefðu rætt um Plame í síma rétt áður en hún var afhjúpuð. Þar er því hins vegar haldið fram að símtölin hafi verið að frumkvæði Novaks og Rove hafi einungis staðfest þær upplýsingar sem hann bjó yfir, ekki látið honum þær í té. Málið þykir óþægilegt fyrir ríkisstjórnina enda er Rove einn nánasti samstarfsmaður forsetans. Því hefur ekki verið svarað hvort Bush hafi vitað um samskipti Rove við blaðamennina. Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Hart er sótt að Karl Rove, helsta ráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, þar sem grunur leikur á að hann hafi í pólitísku skyni afhjúpað útsendara leyniþjónustunnar CIA í samtali við blaðamenn. Sumarið 2003 ritaði Joseph Wilson, fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, grein í New York Times þar sem hann sagði rökstuðning stjórnvalda fyrir innrásinni í Írak mjög veikan. Árið 2002 fór hann til Afríkuríkisins Níger, að eigin sögn að beiðni Dicks Cheney varaforseta, til að kanna ásakanir um að Saddam Hussein hafi ætlað að kaupa þar úran. Hann fann ekkert sem renndi stoðum undir að þær ásakanir ættu við rök að styðjast en engu að síður hélt Bush hinu gagnstæða fram í stefnuræðu sinni í janúar 2003. Fljótlega eftir að greinin birtist, eða 8. júlí 2003, skrifaði blaðamaðurinn Robert Novak grein þar sem framburður Wilsons var gerður ótrúverðugur með því að halda því fram að Valerie Plame, starfsmaður CIA og eiginkona Wilsons, hefði að eigin frumkvæði fyrirskipað ferðina. Opinber rannsókn hófst í kjölfarið enda er lögbrot að greina frá nafni leyniþjónustumanna. Nafn Rove hefur nokkrum sinnum verið nefnt sem möguleg uppspretta lekans en hann hefur jafnan neitað því, til dæmis í viðtali við CNN í fyrra. Í nýjasta tölublaði Newsweek eru birtar tölvupóstsendingar frá því rétt áður en grein Novaks kom út á milli Matt Cooper, blaðamanns Time, og Rove þar sem Rove segir að "eiginkona Wilsons" hafi lagt á ráðin um Nígerferðina, án þess þó að nefna hana á nafn. New York Times birti síðan á föstudaginn grein þar sem vitnað var í nafnlausan heimildarmann sem staðfesti að Rove og Novak hefðu rætt um Plame í síma rétt áður en hún var afhjúpuð. Þar er því hins vegar haldið fram að símtölin hafi verið að frumkvæði Novaks og Rove hafi einungis staðfest þær upplýsingar sem hann bjó yfir, ekki látið honum þær í té. Málið þykir óþægilegt fyrir ríkisstjórnina enda er Rove einn nánasti samstarfsmaður forsetans. Því hefur ekki verið svarað hvort Bush hafi vitað um samskipti Rove við blaðamennina.
Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira