Erlent

Al-Kaída menn handsamaðir

Ali Yunesi, ráðherra öryggis- og upplýsingamála í Íran, lýsti því yfir í gær að 3.000 meintir liðsmenn al-Kaída hefðu verið handteknir, færðir fyrir dómara eða reknir úr landi undanfarin misseri. Ráðherrann gaf engar nánari upplýsingar um hvaða menn þetta væru eða hvaða sannanir væru fyrir því að þeir tilheyrðu al-Kaída enda eru írönsk stjórnvöld ekki þekkt fyrir að gefa ítarlegar upplýsingar um slíkt. Æ fleiri vísbendingar berast hins vegar um að hryðjuverkamenn leiti skjóls í hinu strjálbýla og víðfeðma landi og við því vilja yfirvöld bregðast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×