Innlent

Gísli Halldórsson, arkitekt og Heiðursforseti Íþróttasambands Íslands, gefur út endurminningbók

Gísli Halldórsson, arkitekt og heiðursforseti Íþróttasambands Íslands, fagnaði útgáfu endurminningbókar sinnar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Gísli segir ánægjulegt hversu mikil uppbygging hefur verið á íþróttamannvirkjum á síðastliðnum áratugum.

Endurminningar Gísla eru skráðar af Jóni M. Ívarssyni og heitir bókin Gísli Halldórsson- Minningar, menn og málefni. Í bókinni lítur Gísli yfir farin veg en hann hefur verið í forystusveit íþróttamála í hálfa öld sem formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, forseti Íþróttasambands Íslands og sem formaður Ólympíunefndar Íslands. Hann hefur auk þess teiknað og hannað fjölda íþróttamannvirkja á Íslandi.

Gísli segir mikinn árangur hafa náðst í uppbyggingu íþróttmannvirkja á síðastliðnum áratugum en því megi að miklum hluta til þakka ráðamönnum sem hafa aukið fjárframlög til íþrótta og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Gísli er segir bjart framundan fyrir æsku landsins því aðstaða sé alltaf að verða betri og betri til íþróttaiðkunar um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×