Innlent

26 þúsund velja fyrirtæki ársins

Um 26 þúsund manns taka þátt í viðamestu vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sameinast um könnun á ánægju, starfsskilyrðum og líðan fólks á vinnustað í byrjun næsta árs.

VR hefur undanfarin ár valið fyrirtæki ársins og í síðustu könnun fengu um 21 þúsund manns sendan spurningalista að því er fram kemur á vef SFR. Nú bætast fimm þúsund félagsmenn í SFR við og verður heildarfjöldi þátttakenda því milli 25 og 30 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×