Innlent

Besta forritið fyrir farsíma

Forstjóri Opera software Jón S. von Tetzchner segir nýjan vafra færa netið í flesta farsíma.
Forstjóri Opera software Jón S. von Tetzchner segir nýjan vafra færa netið í flesta farsíma.

Norski far­síma­­net­vafr­inn Opera mini fékk fyrir helgi gullverðlaun sem besta far­síma­forritið á árvissri far­síma­­ráð­stefnu í Svíþjóð. Auk Opera hlutu verðlaun Sony Erics­son K750i sem besti mynda­­véla­far­sím­inn og Motor­ola Razr V3 sím­inn fyrir bestu hönn­un­ina.

"Verð­laun­in gleðja okkur mjög, ekki síst fyrir þær sakir að not­end­ur kjósa sjálfir," segir Jón S. von Tetzch­ner, for­stjóri Opera Soft­ware. "Verð­laun­in end­ur­­spegla hversu vel fólki líkar að geta vafrað um vefinn allan í farsímum sínum." Verðlaunavafrinn gengur í flestar gerðir farsíma sem fólki standa nú til boða og er hannaður með það í huga að færa netið í síma sem alla jafna væru ófærir um að bjóða upp á netvafur. Hægt er að kynna sér vafrann betur á www.opera.com/mini




Fleiri fréttir

Sjá meira


×