Innlent

Mikil fækkun nýrra sjúklinga

"Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti. Rúmlega 260 einstaklingar leituðu á náðir SÁÁ í fyrsta skipti á síðasta ári en árið á undan var fjöldinn 330 manns og hefur verið kringum 300 hin síðari ár. Þórarinn kann engar sértækar skýringar á fækkun nýrri sjúklinga aðrar en þær að vissum toppi hafi verið náð undanfarin ár og að fræðsla og herferðir hafi náð til nýjustu hópanna. "Auðvitað verður að vona það besta en einnig getur verið um tímabundna lægð að ræða enda sýnir skýrslan að öðru leyti að áfengis- og fíkniefnaneysla eykst og vandamálin fara stækkandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×