Innlent

Gallabuxur á raðgreiðslum

Það kemur eflaust mörgum á óvart en vinsælustu gallabuxurnar á markaðinum í dag kosta yfir 20 þúsund krónur. Og það sem meira er, þær seljast eins og heitar lummur. En Rut Árnadóttir, verslunarstjóri Sautján í Kringlunni, segir að margir einstaklingar í öllum aldurshópum kaupi þær. Rut segir gallabuxur vissulega hafa hækkað mikið í verði á undanförnum árum en á því sé þó eðlileg skýring. Rut segir gallabuxur mjög mismunandi en þær dýrustu eru til að mynda handgerðar og hver einasta sletta og rifa úthugsuð. Þannig vilji fólk hafa þær. En verðið er hátt og hefur fólk í sumum tilfellum ekki séð fram á að geta borgað buxurnar með eingreiðslu. Þá segir Rut verslanir reyna að koma til móts við viðskiptavini sína. Rut segir börn allt niður í 10 ára aldur kaupa Diesel og því ljóst að ef fleiri börn en eitt eru á heimili getur skólafatnaður fyrir veturinn numið tugum þúsunda króna, og það bara í buxum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×