Íslenskum dreng bjargað úr flóðum 26. ágúst 2005 00:01 Matthías Þór Ingason hefur dvalið með enskum föður sínum og vinkonu hans á hóteli í svissneska bænum Engelberg í viku. Eftir þriggja daga stanlaust úrhelli lét vegurinn út úr bænum undan vatnselgnum og ruddist með flóðinu yfir nærliggjandi járnbrautateina. Við það rofnuðu samgöngur á jörðu niðri til og frá bænum og ekki aðra leið að fara en loftleiðina. Þyrlur hafa flutt fólk út úr bænum og borið mat til baka. Tólf kílómetra loftleið er til næsta bæjar. "Þetta var slæmt fyrst en hefur batnað," segir Matthías Þór sem meðal annars horfði upp á lítið hús verða að spýtnabraki ekki fjarri hótelinu. Þau dvelja á annarri hæð og hafa ekki verið í hættu en vatnið hefur náð upp að gluggum fyrstu hæðarinnar. Matthías Þór segist aldrei hafa óttast um líf sitt en viðurkennir að upplifunin sé sérstök."Ég hef ekki orðið hræddur og það er bara gaman að upplifa þetta." Það má líka heita undarleg sjón að horfa á endur synda um hótelgarðinn þar sem áður voru gras og gangstéttir. Í dag verða þau flutt með herþyrlu frá Engelberg til næsta bæjar, þaðan sem þau taka lest til Luzern og heldur Matthías af stað flugleiðina til Íslands á sunnudag. "Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með þessu héðan frá Íslandi," segir Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matthíasar. Hún segir óvissuna hafa verið erfiðasta enda hafi hún aldrei vitað hvað myndi gerast næst. "Ég verð mjög fegin að fá hann heim," segir hún og bætir við að ættingjar og vinir hafi einnig haft þungar áhyggjur. Matthías býr í Njarðvík og átti eins og önnur íslensk börn að byrja í skóla í vikunni. Hann mætir á mánudag og hefur eflaust frá ýmsu að segja vinum sínum og skólasystkinum. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Matthías Þór Ingason hefur dvalið með enskum föður sínum og vinkonu hans á hóteli í svissneska bænum Engelberg í viku. Eftir þriggja daga stanlaust úrhelli lét vegurinn út úr bænum undan vatnselgnum og ruddist með flóðinu yfir nærliggjandi járnbrautateina. Við það rofnuðu samgöngur á jörðu niðri til og frá bænum og ekki aðra leið að fara en loftleiðina. Þyrlur hafa flutt fólk út úr bænum og borið mat til baka. Tólf kílómetra loftleið er til næsta bæjar. "Þetta var slæmt fyrst en hefur batnað," segir Matthías Þór sem meðal annars horfði upp á lítið hús verða að spýtnabraki ekki fjarri hótelinu. Þau dvelja á annarri hæð og hafa ekki verið í hættu en vatnið hefur náð upp að gluggum fyrstu hæðarinnar. Matthías Þór segist aldrei hafa óttast um líf sitt en viðurkennir að upplifunin sé sérstök."Ég hef ekki orðið hræddur og það er bara gaman að upplifa þetta." Það má líka heita undarleg sjón að horfa á endur synda um hótelgarðinn þar sem áður voru gras og gangstéttir. Í dag verða þau flutt með herþyrlu frá Engelberg til næsta bæjar, þaðan sem þau taka lest til Luzern og heldur Matthías af stað flugleiðina til Íslands á sunnudag. "Það hefur verið mjög erfitt að fylgjast með þessu héðan frá Íslandi," segir Þóra Birgitta Garðarsdóttir, móðir Matthíasar. Hún segir óvissuna hafa verið erfiðasta enda hafi hún aldrei vitað hvað myndi gerast næst. "Ég verð mjög fegin að fá hann heim," segir hún og bætir við að ættingjar og vinir hafi einnig haft þungar áhyggjur. Matthías býr í Njarðvík og átti eins og önnur íslensk börn að byrja í skóla í vikunni. Hann mætir á mánudag og hefur eflaust frá ýmsu að segja vinum sínum og skólasystkinum.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira