Innlent

Ný staða í uppkaupum húseigna

Smári Þorvaldsson, starfsmaður Ofanflóðasjóðs segir að ný staða sé komin upp í uppkaupum húseigna með dómi Héraðsdóms Vestfjarða í morgun þar sem Bolungarvíkurkaupstað var gert að greiða húseigendum við Dísarland bætur fyrir hús sín á grundvelli mats frá Matsnefnd eignarnámsbóta en ekki staðgreiðslumarkaðsverðs eins og bærinn hafði boðið. En þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Í kjölfar dómsins hafa vaknað spurningar um hvort 90% kostnaðarhlutur Ofanflóðasjóðs nái til fjárhæða hins nýja dóms eða staðgreiðslumarkaðsverðsins sem í upphafi var boðið. Getur það munað verulegum fjárhæðum fyrir Bolungarvíkurkaupstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×