Erlent

Mótmælendur réðust á lögreglumenn

Um þrjú hundruð mótmælendur réðust nú í morgunsárið á lögreglumenn nærri Gleneagles þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna verður haldinn. Mótmælendurnir þrömmuðu um götur nærri fundarstaðnum og brutu rúður og létu öllum illum látum og létu svo til skarar skríða gegn lögreglumönnum, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast alvarlega í átökunum en búið er að handtaka tvo mótmælendur og loka af hluta af götum í nágrenni fundarstaðarins.  George Bush Bandaríkjaforseti kemur til Skotlands á eftir en hann fékk forsmekkinn af mótmælunum í Danmörku í gærkvöldi þar sem tvö hundruð manns gengu um með mótmælaskilti og tjáðu Bush að hann væri óvelkominn. Bush gisti í Fredensborgar-höll í nótt sem er um þrjátíu og fimm kílómetra frá Kaupmannahöfn. Aðeins einu sinni áður hefur sitjandi forseti Bandaríkjanna komið til Danmerkur en það var árið 1997 þegar Bill Clinton heimsótti landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×