Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni 24. ágúst 2005 00:01 Það sem af er árinu hafa tryggingafélögin fellt niður á milli eitt og tvö þúsund bifreiðatryggingar þar sem eigendur bifreiðanna hafa ekki greitt af þeim tryggingar. Í morgunþætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær sagði Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni, að fyrirtækið felli niður tryggingar þeirra sem ekki greiða þær. "Það sem af er þessu ári höfum við fellt niður um fimm hundruð tryggingar þannig að það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að það eru fjölmargir sem aka ótryggðir í umferðinni. Ég hef ekki tölur um hversu margir hafa gengið frá sínum málum eftir að við felldum niður tryggingarnar en þetta er magnaður fjöldi sem við erum að setja í þennan leiðinlega farveg," sagði Hjálmar. Hann sagði að sumir kæmu sínum málum í lag eftir að til slíkra aðgerða væri gripið og lögreglan klippti af öðrum. Hjá hinum stóru tryggingafélögunum fengust upplýsingar um að svipaðan fjölda væri að ræða og hjá Tryggingamiðstöðinni. "Það er grafalvarlegur hlutur að keyra um á ótryggðum bíl og ef við lendum í því að greiða tjón þá eigum við endurkröfu á hendur tjónvaldi, hvort sem er eiganda eða ökumanni ef annar ekur bílnum en eigandinn. Við sækjum það sem við greiðum tjónþolanum af fullri hörku ef viðkomandi hefur ekki tryggingu," segir Jón Ólafsson hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Hann segir sitt félag greiða tjónþola bætur hvort sem er vegna tjóns á bifreið eða vegna líkamstjóns hafi tjónvaldur ekki lögbundna tryggingu og upphæðirnar skipti tugum milljóna á hverju ári. "Það er skylda okkar samkvæmt lögum að greiða bætur en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því að tryggingu er sagt upp þá færist ábyrgðin yfir á okkur. Það er kvöð á tryggingafélögum sem selja ökutækjatryggingar að vera aðilar að alþjóðlegum bifreiðatryggingum þannig við ábyrgjumst greiðslur til tjónþolans en við gerum alltaf endurkröfu á þann sem olli tjóninu hafi hann ekki haft tryggingu," segir Jón. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Það sem af er árinu hafa tryggingafélögin fellt niður á milli eitt og tvö þúsund bifreiðatryggingar þar sem eigendur bifreiðanna hafa ekki greitt af þeim tryggingar. Í morgunþætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær sagði Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni, að fyrirtækið felli niður tryggingar þeirra sem ekki greiða þær. "Það sem af er þessu ári höfum við fellt niður um fimm hundruð tryggingar þannig að það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að það eru fjölmargir sem aka ótryggðir í umferðinni. Ég hef ekki tölur um hversu margir hafa gengið frá sínum málum eftir að við felldum niður tryggingarnar en þetta er magnaður fjöldi sem við erum að setja í þennan leiðinlega farveg," sagði Hjálmar. Hann sagði að sumir kæmu sínum málum í lag eftir að til slíkra aðgerða væri gripið og lögreglan klippti af öðrum. Hjá hinum stóru tryggingafélögunum fengust upplýsingar um að svipaðan fjölda væri að ræða og hjá Tryggingamiðstöðinni. "Það er grafalvarlegur hlutur að keyra um á ótryggðum bíl og ef við lendum í því að greiða tjón þá eigum við endurkröfu á hendur tjónvaldi, hvort sem er eiganda eða ökumanni ef annar ekur bílnum en eigandinn. Við sækjum það sem við greiðum tjónþolanum af fullri hörku ef viðkomandi hefur ekki tryggingu," segir Jón Ólafsson hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Hann segir sitt félag greiða tjónþola bætur hvort sem er vegna tjóns á bifreið eða vegna líkamstjóns hafi tjónvaldur ekki lögbundna tryggingu og upphæðirnar skipti tugum milljóna á hverju ári. "Það er skylda okkar samkvæmt lögum að greiða bætur en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því að tryggingu er sagt upp þá færist ábyrgðin yfir á okkur. Það er kvöð á tryggingafélögum sem selja ökutækjatryggingar að vera aðilar að alþjóðlegum bifreiðatryggingum þannig við ábyrgjumst greiðslur til tjónþolans en við gerum alltaf endurkröfu á þann sem olli tjóninu hafi hann ekki haft tryggingu," segir Jón.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira