Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni 24. ágúst 2005 00:01 Það sem af er árinu hafa tryggingafélögin fellt niður á milli eitt og tvö þúsund bifreiðatryggingar þar sem eigendur bifreiðanna hafa ekki greitt af þeim tryggingar. Í morgunþætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær sagði Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni, að fyrirtækið felli niður tryggingar þeirra sem ekki greiða þær. "Það sem af er þessu ári höfum við fellt niður um fimm hundruð tryggingar þannig að það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að það eru fjölmargir sem aka ótryggðir í umferðinni. Ég hef ekki tölur um hversu margir hafa gengið frá sínum málum eftir að við felldum niður tryggingarnar en þetta er magnaður fjöldi sem við erum að setja í þennan leiðinlega farveg," sagði Hjálmar. Hann sagði að sumir kæmu sínum málum í lag eftir að til slíkra aðgerða væri gripið og lögreglan klippti af öðrum. Hjá hinum stóru tryggingafélögunum fengust upplýsingar um að svipaðan fjölda væri að ræða og hjá Tryggingamiðstöðinni. "Það er grafalvarlegur hlutur að keyra um á ótryggðum bíl og ef við lendum í því að greiða tjón þá eigum við endurkröfu á hendur tjónvaldi, hvort sem er eiganda eða ökumanni ef annar ekur bílnum en eigandinn. Við sækjum það sem við greiðum tjónþolanum af fullri hörku ef viðkomandi hefur ekki tryggingu," segir Jón Ólafsson hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Hann segir sitt félag greiða tjónþola bætur hvort sem er vegna tjóns á bifreið eða vegna líkamstjóns hafi tjónvaldur ekki lögbundna tryggingu og upphæðirnar skipti tugum milljóna á hverju ári. "Það er skylda okkar samkvæmt lögum að greiða bætur en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því að tryggingu er sagt upp þá færist ábyrgðin yfir á okkur. Það er kvöð á tryggingafélögum sem selja ökutækjatryggingar að vera aðilar að alþjóðlegum bifreiðatryggingum þannig við ábyrgjumst greiðslur til tjónþolans en við gerum alltaf endurkröfu á þann sem olli tjóninu hafi hann ekki haft tryggingu," segir Jón. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það sem af er árinu hafa tryggingafélögin fellt niður á milli eitt og tvö þúsund bifreiðatryggingar þar sem eigendur bifreiðanna hafa ekki greitt af þeim tryggingar. Í morgunþætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær sagði Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá Tryggingamiðstöðinni, að fyrirtækið felli niður tryggingar þeirra sem ekki greiða þær. "Það sem af er þessu ári höfum við fellt niður um fimm hundruð tryggingar þannig að það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að það eru fjölmargir sem aka ótryggðir í umferðinni. Ég hef ekki tölur um hversu margir hafa gengið frá sínum málum eftir að við felldum niður tryggingarnar en þetta er magnaður fjöldi sem við erum að setja í þennan leiðinlega farveg," sagði Hjálmar. Hann sagði að sumir kæmu sínum málum í lag eftir að til slíkra aðgerða væri gripið og lögreglan klippti af öðrum. Hjá hinum stóru tryggingafélögunum fengust upplýsingar um að svipaðan fjölda væri að ræða og hjá Tryggingamiðstöðinni. "Það er grafalvarlegur hlutur að keyra um á ótryggðum bíl og ef við lendum í því að greiða tjón þá eigum við endurkröfu á hendur tjónvaldi, hvort sem er eiganda eða ökumanni ef annar ekur bílnum en eigandinn. Við sækjum það sem við greiðum tjónþolanum af fullri hörku ef viðkomandi hefur ekki tryggingu," segir Jón Ólafsson hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Hann segir sitt félag greiða tjónþola bætur hvort sem er vegna tjóns á bifreið eða vegna líkamstjóns hafi tjónvaldur ekki lögbundna tryggingu og upphæðirnar skipti tugum milljóna á hverju ári. "Það er skylda okkar samkvæmt lögum að greiða bætur en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því að tryggingu er sagt upp þá færist ábyrgðin yfir á okkur. Það er kvöð á tryggingafélögum sem selja ökutækjatryggingar að vera aðilar að alþjóðlegum bifreiðatryggingum þannig við ábyrgjumst greiðslur til tjónþolans en við gerum alltaf endurkröfu á þann sem olli tjóninu hafi hann ekki haft tryggingu," segir Jón.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira