Fé í aðstoð fremur en ferðalög 24. ágúst 2005 00:01 Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Laufey Helgadóttir er Þingeyingur úr Mývatnssveit en hún hefur búið í Borgarnesi síðustu 35 ár. Laufey gaf á dögunum ein milljón króna til hjálparstarfsins í Níger en hún hefur áður gefið fé til hjálparstarfs Rauða krossins, meðal annars eina milljón til stuðnings fórnarlömbum fljóðbylgjunnar í Asíu og hálfa milljón í söfnunina Göngum til góðs í fyrra. Þá hefur hún einnig gefið til ýmissa hjálparstofnana, björgunarsveita og dvalarheimilisins í Borgarnesi. Laufey segist aðspurð ekki vita hversu mikið hún hafi gefið alls en hún verji fénu þar sem hún telji að þess sé mest þörf. Laufey segist vera orðin of gömul fyrir utanlandsferðir og að ellilífeyrinn dugi henni. Það sé þó svolítið misjafnt þar sem lækniskostnaður hennar sé dálítill, en hún sé hjartasjúklingur. En þetta dugi og þess vegna hafi hún getað gefið svolítið. Laufey segir líklegt að hún haldi áfram að gefa peninga á meðan þeir endast. Hún segir að ekki sé enn búið að borga upp íbúðina sem hún hafi selt og á meðan geti hún borgað. Hún ætli að eiga vel fyrir útför sinni en meira þurfi hún ekki að skilja eftir af peningum. Aðspurð hvort fleiri ættu að fylgja fordæmi hennar segir Laufey að margir gætu það. Þeir sem hafi tvær til þrjár milljónir á mánuði gætu t.d. lagt dálítið af mörkum án þess að það skaðaði þá. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Laufey Helgadóttir er Þingeyingur úr Mývatnssveit en hún hefur búið í Borgarnesi síðustu 35 ár. Laufey gaf á dögunum ein milljón króna til hjálparstarfsins í Níger en hún hefur áður gefið fé til hjálparstarfs Rauða krossins, meðal annars eina milljón til stuðnings fórnarlömbum fljóðbylgjunnar í Asíu og hálfa milljón í söfnunina Göngum til góðs í fyrra. Þá hefur hún einnig gefið til ýmissa hjálparstofnana, björgunarsveita og dvalarheimilisins í Borgarnesi. Laufey segist aðspurð ekki vita hversu mikið hún hafi gefið alls en hún verji fénu þar sem hún telji að þess sé mest þörf. Laufey segist vera orðin of gömul fyrir utanlandsferðir og að ellilífeyrinn dugi henni. Það sé þó svolítið misjafnt þar sem lækniskostnaður hennar sé dálítill, en hún sé hjartasjúklingur. En þetta dugi og þess vegna hafi hún getað gefið svolítið. Laufey segir líklegt að hún haldi áfram að gefa peninga á meðan þeir endast. Hún segir að ekki sé enn búið að borga upp íbúðina sem hún hafi selt og á meðan geti hún borgað. Hún ætli að eiga vel fyrir útför sinni en meira þurfi hún ekki að skilja eftir af peningum. Aðspurð hvort fleiri ættu að fylgja fordæmi hennar segir Laufey að margir gætu það. Þeir sem hafi tvær til þrjár milljónir á mánuði gætu t.d. lagt dálítið af mörkum án þess að það skaðaði þá.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira